Strč prst skrz krk

2009-07-31

Hótunarbréf

Filed under: Uncategorized — Jón Lárus @ 23:55

Í fríinu okkar fyrir vestan á ættaróðalinu þá fann Fífa alveg magnað bréf þegar hún var að róta í einhverjum kössum niðri í kjallara.

Bréfið leit svona út:

Hótunarbréfið

Innihaldið í bréfinu er eftirfarandi:

Þú ert vondur maður Jón að setja mirkur yfir okkur þegar við sitjum hér í sakleysi. Þú skalt fá að kenna á því að þetta er skrifað í mirkrinu. Eilíf hefnd skal yfir þig koma fyrir þetta athæfi. Ef þú ferð nú ekki að koma með ljósið verður þú settur á gálgann á morgun. Ég hefði nú gjarnan viljað skrifa þér betra bréf en þú átt það ekki skilið.

Þinn Selur

Til útskýringar þá var það afi minn (og nafni) sem fékk þetta bréf. Afi sá um rekstur rafveitunnar á Núpi í Dýrafirði í mörg ár. Þarna lítur út fyrir að hafi orðið rafmagnslaust og ekki allir verið alveg sáttir við það…

Auglýsingar

11 athugasemdir »

 1. […] Published 2009-08-1 fjölskyldan Leave a Comment sem Jón Lárus lýsir, hér.Skoðið […]

  Bakvísun af magnað bréf « tölvuóða tónskáldið — 2009-08-1 @ 00:45 | Svara

 2. Best að muna þetta næst þegar verður rafmagnslaust: Í gálgann með ykkur, rafveitupakk!

  Athugasemd af Birgir Baldursson — 2009-08-1 @ 00:49 | Svara

 3. Komst einhver af því,að ykkur vitandi,hvur Selur var?

  Athugasemd af Svanfríður — 2009-08-1 @ 02:22 | Svara

 4. ja hérna. þetta bréf er eigulegur munur:)

  Athugasemd af baun — 2009-08-1 @ 10:17 | Svara

 5. Birgir, ert þú kannski Selur? Svanfríður, nei við höfum ekki hugmynd um hver Selur er. Hann var greinilega mjög pirraður yfir þessu. Spurning hvort hann hafi misst af lokaþætti í útvarpsleikritinu út af þessu rafmagnsleysi. Baun, ó já þetta bréf er magnaður gripur!

  Athugasemd af Jón Lárus — 2009-08-1 @ 11:16 | Svara

 6. Ég giska á að þetta hafi verið einhver skólapilturinn frekar en stúlkan í Héraðsskólanum.

  Athugasemd af hildigunnur — 2009-08-1 @ 12:04 | Svara

 7. Já, einmitt. Skriftin frekar barnaleg og svo var bréfið í ófrímerktu umslagi.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2009-08-1 @ 12:18 | Svara

 8. Vá! Þetta er alveg magnað.

  Athugasemd af Harpa J — 2009-08-1 @ 13:00 | Svara

 9. Ætli þetta hafi ekki verið einhver Snorri?

  Athugasemd af Jón Lárus — 2009-08-1 @ 17:59 | Svara

 10. Þetta er snilld frændi minn kær.
  Snilld!

  Athugasemd af Imba — 2009-08-1 @ 19:20 | Svara

 11. […] í kjallara, þar sem Fífa fann hótunarbréfið góða, var þvílík uppspretta skemmtilegra […]

  Bakvísun af teygjum aðeins « tölvuóða tónskáldið — 2009-09-4 @ 16:48 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: