Strč prst skrz krk

2009-08-3

Dumpster diving

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 23:59

Það gerðist ýmislegt í fríinu okkar fyrir vestan á dögunum. Fyrstu dagana vorum við á ættaróðalinu með mömmu, pabba og systkinum mínum. Fjölskyldan fór í ferð í Grunnavík í Jökulfjörðum og að henni lokinni fóru þau aftur suður. Við urðum eftir.

Morguninn eftir hringdi mamma í mig. Þá hafði hún lent í því að henda óvart poka með sænginni hans Stebba bróður. Það hafði orðið einhver misskilningur með hvar ruslapokinn lenti. Hann hafði endað í bílnum hjá Bjössa bróður en mamma stóð í þeirri trú að hann væri í bílnum hennar. Hún sá svo einn svartan ruslapoka aftur í bílnum og henti honum án þess að skoða innihaldið neitt nánar. Hún bað mig því um að fara og athuga hvort ég fyndi sængina í ruslagámnum fyrir svæðið. Þetta var lítið mál. Ég skaust þessa nokkra kílómetra að gámnum. Hann hafði ekki verið tæmdur en ég fann engan svartan ruslapoka með sæng. Ég hringdi svo í mömmu og sagði henni þetta.

Seinna um daginn fórum við svo til Ísafjarðar á leiðinni til baka þá ákvað ég að gera þrautaleit í gámnum ef ég hefði ekki verið nógu vandvirkur í fyrra skiptið. Þá fundum við pokann (hann var auðþekkjanlegur vegna límbanda) sem sængin hafði verið í, tóman. Það er semsagt greinilegt að einhver fer yfir ruslið sem hent er og hirðir allt nýtilegt úr því á þessum stað.

Auglýsingar

7 athugasemdir »

 1. svipað kom einu sinni fyrir mig í Þórsmörk, poka með sænginni minni o.fl. dóti var hent í ruslagám (í misgripum, vona ég). ég bað rútubílstjóra að halda í lappirnar á mér á meðan ég stakk mér ofan í gáminn og fann að lokum pokann minn. agalegt að týna sænginni sinni, manni þykir nú yfirleitt vænt um hana.

  Athugasemd af baun — 2009-08-4 @ 00:27 | Svara

 2. Baun já og þetta var dýrindis æðardúnssæng, fjölskyldan við Núp er með æðarvarp og vinnslu og þetta var sæng þaðan – enn verra 😦 Vonandi að sá sem fann þurfi á svona að halda…

  Athugasemd af hildigunnur — 2009-08-4 @ 00:33 | Svara

 3. úff! æðardúnssæng kostar formúu, getur þetta verið tryggingamál?

  Athugasemd af baun — 2009-08-4 @ 07:18 | Svara

 4. efast um það reyndar, hugsa þau yrðu hlegin út úr tryggingafélaginu…

  Athugasemd af hildigunnur — 2009-08-4 @ 15:19 | Svara

 5. Vá, spúkí saga.

  Athugasemd af parisardaman — 2009-08-4 @ 17:13 | Svara

 6. Má ekki láta reyna á tryggingarnar? Kv. Gulla Hestnes

  Athugasemd af vinur — 2009-08-4 @ 21:40 | Svara

 7. Ég er nú hræddur um að þýði nú lítið að fara með þetta í tryggingar. Eins smámunasöm eins og þau fyrirtæki eru oft og tíðum.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2009-08-4 @ 22:55 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: