Strč prst skrz krk

2009-08-7

Grillaðir bjórkjúklingar

Filed under: Fjölskyldan,Matur — Jón Lárus @ 21:36

Þá uppskrift hefur mig lengi langað til að gera. Það hefur strandað fram að þessu á því að ekki er hægt að loka grillinu okkar en það er nauðsynlegt til að hægt sé að elda þennan rétt. Í fríinu fyrir vestan um daginn þá gafst tækifæri til þess því þar er grill með loki. Gæsin var því gripin og grillaðir tveir kjúklingar sitjandi á bjórdollum.

Beer butt chickens

Tóku sig ekki sem verst út, eða hvað? Uppskriftin var nú ekki flókin. Kjúklingarnir kryddaðir með kjúklingakryddi frá Pottagöldrum. Lítil bjórdós opnuð, drukkinn ca. 1/3 af henni og síðan kjúklingurinn látinn setjast virðulega á hana (má alveg örugglega nota pilsner í staðinn). Grillað í ca. klukkutíma. Niðurstaðan var merkilega góð. Bringurnar aðeins komnar yfir toppinn en með frekari æfingu ætti það að geta lagast. Mæli með þessari aðferð.

5 athugasemdir »

 1. hvernig er hægt að grípa gæs og elda úr henni kjúkling? Hvað þá tvo…?

  Athugasemd af hildigunnur — 2009-08-7 @ 21:49 | Svara

 2. Hæfileikar, hæfileikar…

  Athugasemd af Jón Lárus — 2009-08-8 @ 11:02 | Svara

 3. Smart…

  Athugasemd af Harpa J — 2009-08-8 @ 18:10 | Svara

 4. 🙂

  Athugasemd af Jón Lárus — 2009-08-9 @ 22:51 | Svara

 5. […] Grillaðir bjórkjúklingar August 20094 comments 3 […]

  Bakvísun af Tölfræði fyrir árið 2010 « Strč prst skrz krk — 2011-01-2 @ 10:41 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: