Þá uppskrift hefur mig lengi langað til að gera. Það hefur strandað fram að þessu á því að ekki er hægt að loka grillinu okkar en það er nauðsynlegt til að hægt sé að elda þennan rétt. Í fríinu fyrir vestan um daginn þá gafst tækifæri til þess því þar er grill með loki. Gæsin var því gripin og grillaðir tveir kjúklingar sitjandi á bjórdollum.
Tóku sig ekki sem verst út, eða hvað? Uppskriftin var nú ekki flókin. Kjúklingarnir kryddaðir með kjúklingakryddi frá Pottagöldrum. Lítil bjórdós opnuð, drukkinn ca. 1/3 af henni og síðan kjúklingurinn látinn setjast virðulega á hana (má alveg örugglega nota pilsner í staðinn). Grillað í ca. klukkutíma. Niðurstaðan var merkilega góð. Bringurnar aðeins komnar yfir toppinn en með frekari æfingu ætti það að geta lagast. Mæli með þessari aðferð.
hvernig er hægt að grípa gæs og elda úr henni kjúkling? Hvað þá tvo…?
Athugasemd af hildigunnur — 2009-08-7 @ 21:49 |
Hæfileikar, hæfileikar…
Athugasemd af Jón Lárus — 2009-08-8 @ 11:02 |
Smart…
Athugasemd af Harpa J — 2009-08-8 @ 18:10 |
🙂
Athugasemd af Jón Lárus — 2009-08-9 @ 22:51 |
[…] Grillaðir bjórkjúklingar August 20094 comments 3 […]
Bakvísun af Tölfræði fyrir árið 2010 « Strč prst skrz krk — 2011-01-2 @ 10:41 |