Strč prst skrz krk

2009-09-13

Eitt af því

Filed under: Veðrið — Jón Lárus @ 23:48

sem mér fannst leiðinlegt við skiptin úr vindstigum yfir í m/s kvarðann var að þá fækkaði þeim skiptum þar sem maður heyrði vindstyrk lýst með mismunandi heitum. Oftast nær núorðið bara þetta og þetta margir metrar á sekúndu. Nú fyrir nokkrum dögum rakst ég á að Einar Sveinbjörnsson er búinn að setja saman lista á Veðurvefnum sínum þar sem hvert stig fær sitt heiti. Nappaði þessu þar:

MÁSEK-kvarðinn
m/sek Heiti
0 logn
1 andvari
2 Blær
3 kul
4 gola
5 súgur
6 gjóla
7 stinningsgola
8 kaldakorn
9 kaldi
10 næðingur
11 strekkingur
12 stinningskaldi
13 gustur
14 blástur
15 þræsingur
16 allhvasst
17 fjúkandi
18 hvassviðri
19 belgingur
20 hryssingur
21 stormur
22 beljandi
23 garri
24 illviðri
25 stóristormur
26 rok
27 hávaðarok
28 öskurok
29 garður
30 ofviðri
31 ofsaveður
32 stórviðri
33 aftök
34 mannskaðaveður
35 fárviðri

Nú verða örugglega einhverjir til að fetta fingur út í þennan lista t.d. með að 19 m/s ætti að vera hryssingur en ekki belgingur en ekki öfugt. Mér finnst þetta hins vegar frábært framtak hjá Einari. Þarna eru mörg góð veðurheiti sem væri synd að færu í glatkistuna.

Færðu inn athugasemd »

Engar athugasemdir ennþá.

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: