Okkur var boðið í matarboð hjá Ester og Snorra, vinum okkar um helgina. Kipptum með einni rauðvínsflösku og settum hana í gjafapoka. Ég lagði pokann frá mér í hugsunarleysi fyrir aftan Hildigunni á meðan ég klæddi mig í skóna. Hún náttúrlega hreyfði sig aðeins, rakst í pokann, þannig að hann fór á hliðina. Það heyrðist smá brothljóð og svo byrjaði að blæða úr pokanum. Eftir nokkrar sekúndur var gangurinn einn stór vínpollur. Við þurftum náttúrlega að hreinsa upp sullið og sem betur fer áttum við aðra flösku og annan poka til að taka með okkur. Held svei mér þá að ég hafi ekki lent í því áður að brjóta vínflösku.
2009-09-21
3 athugasemdir »
RSS feed for comments on this post. TrackBack URI
Það er mjög pirrandi að brjóta vínflösku. Meira pirrandi en flest annað.
Athugasemd af parisardaman — 2009-09-22 @ 07:43 |
Þokkalega, sem betur fer gerist þetta nú sjaldan.
Athugasemd af Jón Lárus — 2009-09-22 @ 23:48 |
hehe, einu sinni datt reyndar rauðvínsediksflaska – stór – og brotnaði hjá mér, það var líka massa pirrandi!
Athugasemd af hildigunnur — 2009-10-30 @ 23:16 |