Þetta orð varð til hjá okkur Hildigunni fyrir einu eða tveimur árum síðan. Þetta valt upp úr mér óvart og Hildigunnur var með skýringu á reiðum höndum: Lítil virkni á bloggi.
Lítil virkni á blogginu undanfarið á sér sínar skýringar. Ég er ekkert hættur að blogga. Hef bara verið mjög önnum kafinn í smíðaverkefni í húsinu síðustu tvær vikur og hefur fátt annað komist að. Það kemur örugglega montfærsla þegar verkefninu er lokið. Að þessu sinni mundi ég meira að segja eftir því að taka fyrir myndir. Svo er bara spurning um hvort þær finnist.
Spennandi!
Athugasemd af Imba — 2009-11-9 @ 22:42 |