Nú er ég búinn að vera þrjár vikur að vesenast í þvottahúsinu. Verkefnið ca. hálfnað og það er smátt og smátt að komast mynd á þetta. Hérna eru nokkrar myndir eins og staðan er í dag:
Orðið þokkalega snyrtilegt hjá þvottavélunum, enda lögð ofuráhersla á að klára það svæði fyrst.
Skorsteinshornið ekki komið alveg eins langt.
Ekki mikið búið að gerast hjá rafmagnstöflunni og hitaveitugrindinni.
Gluggaveggurinn ennþá fangelsisgrár.
Þarf svo að grafa upp myndirnar, sem voru teknar áður en ég byrjaði (svolítið langt síðan þær voru teknar). Hendi þeim inn þegar þetta verður búið.
[…] til samanburðar þá leit þetta svona út síðast þegar ég birti myndir af framkvæmdunum. Rita […]
Bakvísun af Brjálæðið í þvottahúsinu II « Strč prst skrz krk — 2010-01-2 @ 21:12 |