Strč prst skrz krk

2009-12-3

Í fyrradag

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 19:43

fór ég í fótbolta, eins og svo oft áður á þriðjudagskvöldum. Ég hjólaði, sem leið lá, þvert yfir Klambratúnið. Þar hafði einhver átt leið um, líklega um helgina, í gríðarlega örgu skapi. Á leiðinni yfir túnið taldi ég 3 ruslatunnur af nýju gerðinni og 3 bekki á hliðinni eða á hvolfi. Viðkomandi hefur þurft að hafa talsvert fyrir þessu því bæði bekkir og tunnur eru boltuð niður, að því er ég best veit. Af einhverjum ókunnum ástæðum var siðan einn bekkur sem hafði verið látinn í friði. Furðulegt háttalag svo ekki sé meira sagt.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.