Strč prst skrz krk

2009-12-5

Þekktur í Vínbúðunum

Filed under: Uncategorized — Jón Lárus @ 23:58

Eftir að nýtt, mjög flott Ríki var sett á laggirnar í Skútuvoginum (sorrí Hildur Petersen þetta heitir bara Ríkið) þá hef ég beint mínum viðskiptum mjög ákveðið þangað. Kemur kannski ekki á óvart því þetta er ekki nema steinsnar frá vinnunni minni. Allar sérpantanir sem ég geri (og þær eru nokkrar) fara núna þarna í gegn.
Fyrir nokkrum dögum, þegar jólabjórinn kom inn í búðirnar þá kíkti ég aðeins inn á heimleið úr vinnunni. Þar sem ég stóð og var að skoða úrvalið þá kom einn starfsmaður búðarinnar að mér og sagði: Jón Lárus, sérpöntunin þín er komin. Ég veit ekki alveg hvort þetta er vont eða slæmt…

Bloggaðu hjá WordPress.com.