Strč prst skrz krk

2009-12-7

Lottó

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 23:07

Það hljóp heldur betur á snærið hjá mér áðan. Fór út í sjoppu og lét renna miðanum frá síðustu helgi. Kassinn kom með fagnaðarlæti en birti enga tölu. Guttinn sem var að afgreiða vandræðaðist eitthvað smá yfir þessu en svo kom í ljós að ég hafði unnið 25.000 kall. Ekki slæmt! Ég hafði fram að þessu aldrei fengið meira en 3 rétta í lottóinu.

Í messunni

Filed under: Fjölskyldan,Ruglið — Jón Lárus @ 19:46

í gær þar sem steindi glugginn eftir Rúnar var helgaður var Jóna Hrönn Bolladóttir sem messaði. Stelpurnar spurðu hvað presturinn héti og ég sagði þeim það. Það var hváð og ég endurtók hægt og skýrt (en mjög lágt). Eftir messuna sagði Fífa svo að henni hefði heyrst ég segja Jóna Hraunbolladóttir. Skildi ekkert í þessu furðulega nafni.

Bloggaðu hjá WordPress.com.