Strč prst skrz krk

2009-12-11

Meira af penslasápu

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 20:50

Fyrir nokkrum dögum átti ég erindi í Húsasmiðjuna. Rak þar augun í penslasápubrúsa eins og ég keypti um daginn og frægt er orðið. Nema hvað, af rælni ákvað ég að athugaði hvað sápan kostaði í Húsó. 1370 kall (held ég frekar en 1270) takk fyrir! Þokkalegt okur. Ég keypti minn brúsa í Brynju á 950 kr. þannig að mér er nokk sama hvort brúsinn kostaði 1270 eða 1370.
Þetta er nú allt sem við vesalings neytendurnir berum úr býtum við hagræðinguna af keðjumyndun á borð við Húsó/Byko. Pínulítil smáverslun á Laugavegi býður upp á miklu betri kjör í mörgum tilvikum.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.