Strč prst skrz krk

2009-12-11

Meira af penslasápu

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 20:50

Fyrir nokkrum dögum átti ég erindi í Húsasmiðjuna. Rak þar augun í penslasápubrúsa eins og ég keypti um daginn og frægt er orðið. Nema hvað, af rælni ákvað ég að athugaði hvað sápan kostaði í Húsó. 1370 kall (held ég frekar en 1270) takk fyrir! Þokkalegt okur. Ég keypti minn brúsa í Brynju á 950 kr. þannig að mér er nokk sama hvort brúsinn kostaði 1270 eða 1370.
Þetta er nú allt sem við vesalings neytendurnir berum úr býtum við hagræðinguna af keðjumyndun á borð við Húsó/Byko. Pínulítil smáverslun á Laugavegi býður upp á miklu betri kjör í mörgum tilvikum.

4 athugasemdir »

 1. Já, svona er þetta allt. Yfirbygging, yfirbygging, yfirbygging, offjárfesting, offjárfesting, offjárfesting. Og svo á að nota BT aðferðina. Auglýsa tvo hluti á hálfvirði en smyrja 150% á allt annað.
  Þetta er hálfu verra en gsm tilboðskjaftæðið. Eða flugmiðadæmið. Helvítis fokkíng fokk!!!!

  Athugasemd af Þorbjörn — 2009-12-12 @ 11:52 | Svara

 2. Þorbjörn, nákvæmlega!

  Athugasemd af hildigunnur — 2009-12-12 @ 12:38 | Svara

 3. Amen.

  Athugasemd af Harpa J — 2009-12-14 @ 13:33 | Svara

 4. Ég fór í BHV, sem er risabúð þar sem allt er til. Þar fann ég vekjaraklukku sem gæti hentað dóttur minni, en mér fannst hún dálítið dýr og ákvað að kíkja í litlu úrabúðina sem er þarna rétt hjá. Viti menn, sama klukka, sex evrum ódýrari! Yndislegir úrsmiðir sem settu batterí og pökkuðu fallega inn (hefði þurft að borga fyrir það á hinum staðnum, reyndar rauðakross-eitthvað, en samt…) Já. Ég reyni eins og ég mögulega get að beina viðskiptum mínum til smærri verslana, en djö hvað það er nú stundum erfitt. BHV er t.d. langbesta byggingavöruverslunin inni í París.

  Athugasemd af parisardaman — 2009-12-18 @ 08:41 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: