Strč prst skrz krk

2010-01-31

Nýr titill

Filed under: Fjölskyldan — Jón Lárus @ 22:52

Gunna systir eignaðist sitt fyrsta barn á fimmtudaginn. Fékk stelpu sem var 12 merkur og 48 cm að lengd. Innilega til hamingju með þetta litla systir.

Þetta þýðir það að nú er ég orðinn móðurbróðir.

2010-01-21

Bestu naan brauð

Filed under: Uncategorized — Jón Lárus @ 20:09

bæjarins held ég að fáist örugglega á Eldhrímni, tiltölulega nýlegum persneskum veitingastað. Við Hildigunnur rákumst þar inn í hádeginu fyrir nokkrum dögum. Fengum okkur rétt dagsins, sem var ágætur en heillaði mig samt ekki upp úr skónum því hann var með miklu kanilbragði (ég er ekki mesti kanilaðdáandi sem um getur). Með þessu pöntuðum við okkur naan brauð (brauðbrauð), sem reyndist þegar það kom á borðið stórt og afskaplega gott. Það sem meira er, hvert brauð kostar ekki nema 200 kall. Slær Austurlandahraðlestina og Shalimar, sem við höfum notað mest fram að þessu, algerlega út.

2010-01-19

Fengum loksins í gær

Filed under: Fjölskyldan,Græjur — Jón Lárus @ 23:12

plötuspilarareimina, sem ég pantaði um jólin. Ég bloggaði um þetta á sínum tíma.

Reimin kostaði komin til landsins 5000 kall, þar af kostaði reimin sjálf ekki nema þriðjunginn. Restin flutningskostnaður, tollar og gjöld.

Einhentum okkur í að koma spilaranum í gang í gær. Það gekk ágætlega fyrir utan að við vorum smá stund að losna við hræðilegt jarðhljóð. Gekk að lokum með því að jarðtengja bæði plötuspilarann og formagnarann sem merkið frá spilaranum er tekið í gegnum.

Fífa er alsæl með þetta. Og gömlu Queen plöturnar komnar á fullan snúning eftir langa hvíld.

2010-01-17

Ömurlegasti dagur ársins

Filed under: Ýmislegt,Ruglið — Jón Lárus @ 23:01

er að þessu sinni á morgun. Þetta þóttist Cliff Arnall, sem á sínum tíma kenndi við Cardiff háskóla hafa fundið út (sjá m.a. hér).

Ástæðan er að jólin og áramótin eru löngu búinn. Vísareikningur yfirvofandi. Næsta útborgun dekkar engan veginn eyðsluna. Það er ennþá dimmt og kalt og það er mánudagur.

2010-01-13

Slitin keðja

Filed under: Hjólreiðar — Jón Lárus @ 23:06

Hjólið mitt hefur smátt og smátt verið að breytast í druslu, enda mikið notað. Núna eftir áramótin var kominn tími á að taka ákvörðun hvort ég ætti að kaupa nýtt eða ráðast í dýra viðgerð á því gamla því keðjan og tannhjólin bæði að framan og aftan voru orðin svo slitin. Framdemparinn var líka orðinn ansi slappur sem og skiptingin að framan.

Ég ákvað að fara út í viðgerð (ef hún væri ekki allt of dýr), stellið á hjólinu vandað og með því að láta skipta um drifrás og framdempara væri hægt að fá hjólið ansi fínt.

Eftir vinnu í gær þá var stefnan tekin á Markið svona til að athuga hvað viðgerð af þessari stærðargráðu myndi kosta. Á miðri leiðinni frá vinnunni minni að Markinu þá sleit ég keðjuna. Greinilega kominn tími og vel það á að lappa upp á hjólið.

Teymdi hjólið restina af leiðinni. Á verkstæðinu í hjólabúðinni tók á móti mér mjög almennilegur viðgerðamaður. Hann sagði að líklega myndi kosta um 30 þúsund að skipta um keðju, tannhjólakrans að aftan, sveifar (með tannhjólum að framan), framdempara, gírbarka og víra ásamt bremsubörkum og vírum. Þetta myndi þar að auki ekki taka nema einn dag.

Ég var tiltölulega sáttur við þetta og skildi hjólið eftir. Eftir vinnu í dag rölti ég svo yfir í Markið. Hjólið var tilbúið og kostaði viðgerðin 35 þús. Fyrir utan ofantalið þurfti að skipta um gírskipti að framan og pedala. Talandi um að lítið væri eftir af gamla hjólinu, helst hnakkurinn.

Hjólaði síðan heim og þvílíkur munur. Hjólið eins og nýtt

2010-01-8

Mattar perur

Filed under: Undrun — Jón Lárus @ 21:59

Hvernig ætli það sé með mattar perur? Þær virðast alveg vera hættar að fást, nema einhverjar óvenjulegar stærðir. Er búinn að vera að leita að venjulegum möttum 40W perum og þær virðist vera gersamlega hættar að fást. Alveg er ég viss um að þetta er eitthvað ESB dæmi.

2010-01-7

Fyrsta skóladaginn,

Filed under: Ýmislegt,Fjölskyldan — Jón Lárus @ 22:49

á þriðjudaginn, þá fannst úlpan hans Finns hvergi. Það var leitað í dyrum og dyngjum. Endaði á að drengurinn fór í snjógallanum í skólann. Seinna um daginn þá var svipast frekar um eftir henni en engin fannst úlpan. Við vorum frekar pirruð yfir þessu en skildum þetta samt ekki alveg því við vissum ekki til að hann hefði farið neitt í úlpunni um jólin, hvað þá að hann hefði komið úlpulaus til baka.

Í gær kom svo Tómas frændi Finns í heimsókn. Stefanía mamma hans kom síðan að sækja hann. Á meðan guttinn var að tína saman pjönkur sínar (og klára staðinn í leiknum) spjölluðum við Stefanía aðeins saman. Meðal annars barst í tal að úlpan hans Finns hefði týnst á einn eða annan hátt. Þegar ég er rétt búinn að sleppa síðasta orðinu í þeirri lýsingu verður mér litið upp á fatahengi. Blasir þá ekki úlpan við mér. Frekar fyndið.

Manni dettur náttúrlega ekki í hug að leita svona hátt uppi. Yfirleitt liggja svona hlutir á gólfinu…

2010-01-5

Nei

Filed under: Matur — Jón Lárus @ 22:38

ég nenni ekki að blogga um það sem gerðist í morgun og afleiðingar þess.

Eftir allt átið um áramótin elduðum við einn fisléttan pastarétt úr bókinni hans Jamie Oliver’s . Þar sem ég var ennþá í fríi þá ákvað ég að vera flottur á því og búa til pasta frá grunni.

Uppskriftinni henti Hildigunnur inn á brallið. Við höfum nokkrum sinnum gert ferskt pasta áður en aldrei fyrr svona breiðar lengjur (lasagnette held ég að það geti verið kallað). Ég flatti pastað út í lasagnaplötubreidd og skar svo hverja lengju í þrennt og svo hvern þriðjung í fernt langsum.

Mynd svo af framleiðslunni:
pastameistarinn

2010-01-2

Brjálæðið í þvottahúsinu II

Filed under: Húsið — Jón Lárus @ 20:05

Ég var víst búinn að hóta því að birta myndir af þvottahússverkefninu þegar það væri búið. Náði, sem betur fer, að klára þetta fyrir jól. Gott ef að síðasti pensildrátturinn var ekki dreginn 22. des.

Ætlaði svo að finna myndirnar frá því áður en ég byrjaði á verkefninu. Þær virðast því miður vera týndar og tröllum gefnar. Allavega, hér kemur smá myndasería af því hvernig þetta lítur út núna:

Þvottavélastæðin, sem kláruðust fyrst. Ekki mikil breyting þar.
út í anddyri

Skápurinn kominn í skorsteinshornið.
skápur - bak við hann meiri röraflækja

Hjólagrindin komin á sinn stað aftur:
hjólaveggur

Hitaveitugrindin lítur mun skár út svona:
meiri röraflækja og rafmagnsskápur

Smá munur svo að sjá gluggavegginn:
gluggi

Svona til samanburðar þá leit þetta svona út síðast þegar ég birti myndir af framkvæmdunum.

Bloggaðu hjá WordPress.com.