ég nenni ekki að blogga um það sem gerðist í morgun og afleiðingar þess.
Eftir allt átið um áramótin elduðum við einn fisléttan pastarétt úr bókinni hans Jamie Oliver’s . Þar sem ég var ennþá í fríi þá ákvað ég að vera flottur á því og búa til pasta frá grunni.
Uppskriftinni henti Hildigunnur inn á brallið. Við höfum nokkrum sinnum gert ferskt pasta áður en aldrei fyrr svona breiðar lengjur (lasagnette held ég að það geti verið kallað). Ég flatti pastað út í lasagnaplötubreidd og skar svo hverja lengju í þrennt og svo hvern þriðjung í fernt langsum.
Mynd svo af framleiðslunni:
Færðu inn athugasemd