Strč prst skrz krk

2010-01-7

Fyrsta skóladaginn,

Filed under: Ýmislegt,Fjölskyldan — Jón Lárus @ 22:49

á þriðjudaginn, þá fannst úlpan hans Finns hvergi. Það var leitað í dyrum og dyngjum. Endaði á að drengurinn fór í snjógallanum í skólann. Seinna um daginn þá var svipast frekar um eftir henni en engin fannst úlpan. Við vorum frekar pirruð yfir þessu en skildum þetta samt ekki alveg því við vissum ekki til að hann hefði farið neitt í úlpunni um jólin, hvað þá að hann hefði komið úlpulaus til baka.

Í gær kom svo Tómas frændi Finns í heimsókn. Stefanía mamma hans kom síðan að sækja hann. Á meðan guttinn var að tína saman pjönkur sínar (og klára staðinn í leiknum) spjölluðum við Stefanía aðeins saman. Meðal annars barst í tal að úlpan hans Finns hefði týnst á einn eða annan hátt. Þegar ég er rétt búinn að sleppa síðasta orðinu í þeirri lýsingu verður mér litið upp á fatahengi. Blasir þá ekki úlpan við mér. Frekar fyndið.

Manni dettur náttúrlega ekki í hug að leita svona hátt uppi. Yfirleitt liggja svona hlutir á gólfinu…

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.