Strč prst skrz krk

2010-01-13

Slitin keðja

Filed under: Hjólreiðar — Jón Lárus @ 23:06

Hjólið mitt hefur smátt og smátt verið að breytast í druslu, enda mikið notað. Núna eftir áramótin var kominn tími á að taka ákvörðun hvort ég ætti að kaupa nýtt eða ráðast í dýra viðgerð á því gamla því keðjan og tannhjólin bæði að framan og aftan voru orðin svo slitin. Framdemparinn var líka orðinn ansi slappur sem og skiptingin að framan.

Ég ákvað að fara út í viðgerð (ef hún væri ekki allt of dýr), stellið á hjólinu vandað og með því að láta skipta um drifrás og framdempara væri hægt að fá hjólið ansi fínt.

Eftir vinnu í gær þá var stefnan tekin á Markið svona til að athuga hvað viðgerð af þessari stærðargráðu myndi kosta. Á miðri leiðinni frá vinnunni minni að Markinu þá sleit ég keðjuna. Greinilega kominn tími og vel það á að lappa upp á hjólið.

Teymdi hjólið restina af leiðinni. Á verkstæðinu í hjólabúðinni tók á móti mér mjög almennilegur viðgerðamaður. Hann sagði að líklega myndi kosta um 30 þúsund að skipta um keðju, tannhjólakrans að aftan, sveifar (með tannhjólum að framan), framdempara, gírbarka og víra ásamt bremsubörkum og vírum. Þetta myndi þar að auki ekki taka nema einn dag.

Ég var tiltölulega sáttur við þetta og skildi hjólið eftir. Eftir vinnu í dag rölti ég svo yfir í Markið. Hjólið var tilbúið og kostaði viðgerðin 35 þús. Fyrir utan ofantalið þurfti að skipta um gírskipti að framan og pedala. Talandi um að lítið væri eftir af gamla hjólinu, helst hnakkurinn.

Hjólaði síðan heim og þvílíkur munur. Hjólið eins og nýtt

Bloggaðu hjá WordPress.com.