Strč prst skrz krk

2010-02-23

Þessi

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 23:48

tætari var víst mikið notaður haustið 2008.

2010-02-21

Stofn endurgreiðsla

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 22:37

Ég held að það sé nokkuð ljóst að ef tryggingarfélagið þitt er farið að endurgreiða þér pening, sem nota bene eru ekki tjónabætur, að þú sért að borga of mikið í tryggingar.

2010-02-19

Vetrarólympíuleikarnir

Filed under: Íþróttir — Jón Lárus @ 23:57

eru á fullkomnum tíma fyrir mig að þessu sinni. Ég hef ekki fylgst með stórkeppni af þessu tagi að neinu ráði í mörg ár. Núna þá byrja útsendingarnar svona upp úr 10. Maður nær auðveldlega að fylgjast með einni grein jafnvel tveimur ef sú næsta er spennandi. Enda við manninn mælt að ég hef horft á einhverja grein allt frá því að leikarnir byrjuðu.
Má maður því biðja um vetrarólympíuleika alltaf á vesturströnd Kanada…

2010-02-17

Stungið á kýlum

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 21:58

Sigrún Davíðsdóttir er óþreytandi við að fletta ofan af slúbbertum með pistlum sínum í Speglinum (Spegillinn er algjör toppþáttur). Hún leggur greinilega mikla vinnu í þetta og útkoman er líka ótrúlega flott. Ég missi alltof oft af þættinum en sem betur fer getur maður lesið pistlana á ruv.is.

2010-02-11

Peshawari raan

Filed under: Matur — Jón Lárus @ 21:45

eða Mughlai style leg of lamb eins og það er kallað í Curry lovers cookbook er ekkert venjulega góður indverskur réttur. Prófuðum hann um síðustu helgi. Eins og með Osso buco þá er smá bauk að koma réttinum af stað en eftir það sér hann um sig sjálfur að mestu leyti. Mjög þægileg eldamennska. Og bragðið maður minn það er ekkert slor!

Við höfðum svo naan brauð frá Eldhrímni (sem ég bloggaði um nýlega) og raitu með lambinu. Þegar ég fór að sækja naan brauðin þá þekkti Persinn (ég veit ekki hvort hann á staðinn) mig og sagði: „Já, þú ert naan gaurinn“. Greinilegt að við höfum eldað of mikið indverskt uppá síðkastið.

Hraðskreið

Filed under: Formúla 1 — Jón Lárus @ 20:47

sláttuvél, eða hvað?

2010-02-7

Búðarferð sem fór úr böndunum

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 11:12

Í gærmorgun þegar ég ætlaði að fara að byrja á mughlai lambalæri fyrir kvöldið þá komst ég að því að það vantaði lauk. Ég ætlaði fyrst að hlaupa út í Krambúð en mundi svo eftir því að það vantaði líka jógúrtstartara og bláa mjólk. Þannig að ég ákvað að fara frekar í Bónus við Hallveigarstíg. Á leiðinni út þá kom Fífa heim úr vinnunni. Hún var glorsoltin og langaði til að búa til túnfisksalat. En til að geta gert það vantaði sýrðan rjóma og egg. Ég sagði henni að koma með mér því ég gæti ekki munað svona mörg atriði í einu. Þegar út í búðina var komið þá datt eitt og annað ofan í körfuna. Þegar á kassann var komið þá fylltu innkaupin orðið tvo plastpoka. Talandi um fjöður og fimm hænur.

2010-02-3

Raunir liðstjórans

Filed under: Boltinn — Jón Lárus @ 23:30

Mikil afföll hjá okkur í boltanum þessa dagana. Bjössi bróðir datt út í fyrra með ónýta ökla. Svo núna eftir áramótin þá fór einn í laseraugnaðgerð. Verður frá í mánuð. Annar til kemst ekki í boltann í sex vikur vegna þess að hann rekst á við eitthvað verkefni sem konan hans er í. Í síðustu viku lenti svo enn einn í fjórhjólaslysi og handleggs og rifbraut sig. Má mikið vera ef hann verður leikfær fyrir páska.

Það er svo ekki eins og menn séu að detta út vegna þess að boltinn sé svo grófur eða tæklingarnar harðar. Öðru nær. Í þau fáu skipti sem einhver hefur meitt sig þá hefur viðkomandi langoftast séð um þetta algerlega hjálparlaust.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.