Strč prst skrz krk

2010-02-7

Búðarferð sem fór úr böndunum

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 11:12

Í gærmorgun þegar ég ætlaði að fara að byrja á mughlai lambalæri fyrir kvöldið þá komst ég að því að það vantaði lauk. Ég ætlaði fyrst að hlaupa út í Krambúð en mundi svo eftir því að það vantaði líka jógúrtstartara og bláa mjólk. Þannig að ég ákvað að fara frekar í Bónus við Hallveigarstíg. Á leiðinni út þá kom Fífa heim úr vinnunni. Hún var glorsoltin og langaði til að búa til túnfisksalat. En til að geta gert það vantaði sýrðan rjóma og egg. Ég sagði henni að koma með mér því ég gæti ekki munað svona mörg atriði í einu. Þegar út í búðina var komið þá datt eitt og annað ofan í körfuna. Þegar á kassann var komið þá fylltu innkaupin orðið tvo plastpoka. Talandi um fjöður og fimm hænur.

2 athugasemdir »

  1. Maður á ekki að fara svangur í búð! Kærust í kotið, Guðlaug Hestnes

    Athugasemd af vinur — 2010-02-7 @ 22:39 | Svara

  2. Já, ef það hefði nú verið það að ég hefði verið að drepast úr sulti. Þetta gerðist bara…

    Athugasemd af Jón Lárus — 2010-02-11 @ 21:50 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: