Strč prst skrz krk

2010-03-11

Brotið bensínlok

Filed under: Bílar — Jón Lárus @ 22:55

Bensínlokið á bílnum okkar er búið að vera frekar stíft upp á síðkastið. Bæði vegna þess að einhver ók á bílinn okkar og skekkti lokið og lét hjá líða að gera grein fyrir sér en líka vegna þess að hjarirnar á því voru orðnar ryðgaðar og stirðar. Því var ég ekki búinn að átta mig á. Hélt að þetta væri allt út af beyglunni. Svo Þegar ég tók síðast bensín þá voru hjarirnar búnar að fá nóg þannig að þegar ég opnaði þá brotnaði lokið af. Frekar pirrandi. Náttúrlega ekkert hægt að gera við þetta (nema ég tali við gullsmiðinn sem sauð saman gleraugun mín saman einu sinni en það er nú efni í annað blogg).

Bíllinn er semsagt núna ytra bensínloklaus og frekar óásjálegur. Ég er búinn að panta nýtt lok hjá Brimborg því ekki var hægt að uppdrífa svona stykki á partasölum; bíllinn of gamall og of óalgengur. Verðið: 13 þúsund kall. Pantaði stykkið á mánudag og fékk símtal í gær. Þá var sendingin komin en reyndist hafa verið rangt afgreidd. Málið því enn í vinnslu.

Samt ágætt að þetta gerðist hjá mér en ekki hjá Fífu. Hún hefði fengið algjört áfall ef lokið hefði brotnað af hjá henni.

Færðu inn athugasemd »

Engar athugasemdir ennþá.

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: