Ég rakst svo í vikunni á nágranna okkar á risinu og spjallaði aðeins við hann. Þá kom útskýring á núðluhaugnum fyrir framan útidyrnar hjá okkur um síðustu helgi og allri moldinni úr blómakerinu á dyrapallinum.
Hann spurði mig, kankvís, að því hvort ég hefði ekki vaknað við lætin á aðfararnótt laugardagsins. Ég kom af fjöllum og kannaðist ekki við nein læti. Þá sagðist hann hafa vaknað um þrjúleytið um nóttina við barsmíðar á aðaldyrnar hjá okkur. Þar hafði einhver dauðadrukkinn einstaklingur lamið húsið utan eins og enginn væri morgundagurinn. Þar sem svefnálman okkar er algerlega í hinum enda hússins og ekki á sömu hæð (og ég ekki þekktur fyrir lausan svefn) þá höfðu þessi læti gjörsamlega farið framhjá mér.
Gunnar, nágranni okkar, sagðist að lokum hafa neyðst til að hringja í lögregluna til að skakka leikinn. Þegar hana bar að garði þá hafði friðarspillirinn róast og lá á varinhellunni með fæturna upp í blómakerinu. Það kom víst ákaflega lítið af viti upp úr honum. Samkvæmt Gunnari þá hljómaði hann samt eins og Bandaríkjamaður og hann gat stamað upp úr sér „Backpacker“. Líklega haldið að hann væri kominn heim á farfuglaheimilið sitt. Þrumað síðan núðluskammtinum sínum á útidyrnar þegar honum var ekki hleypt inn.
2010-03-17
Útrásarvíkingur, framhald
Auglýsingar
3 athugasemdir »
RSS feed for comments on this post. TrackBack URI
Úpps! Kv. Guðlaug Hestnes
Athugasemd af vinur — 2010-03-18 @ 22:58 |
Allavega gott að vita að ég var ekki tekinn í misgripum fyrir útrásarvíking.
Athugasemd af Jón Lárus — 2010-03-23 @ 23:08 |
En geðslegt var þetta samt ekki…
Athugasemd af Jón Lárus — 2010-03-23 @ 23:10 |