Strč prst skrz krk

2010-04-5

Ferming

Filed under: Fjölskyldan — Jón Lárus @ 23:07

Í dag fermdist Freyja. Þegar við gengum til kirkju var ekkert skemmtilegt veður. Leiðindagjóla og skítakuldi. Að athöfn lokinni þá hafði lægt og komið hið besta veður. Fermingin gekk vel fyrir sig, hátíðleg athöfn. Eitt fermingarbarnið (sonur Kolbeins flautuleikara og Guðrúnar semballeikara) lék á saxófón í fermingunni og leysti það vel af hendi. Messan var líka ekki langloka eins og oft vill verða með fermingarmessur, kann vel við presta sem hafa vit á því að hafa stuttar ræður við svona tækifæri.


Fermingarhópurinn.


Freyja, fremst fyrir miðju.

Að messu lokinni héldum við fermingarveislu í safnaðarheimili Áskirkju saman með Óla og Kristínu en Kristján Óli, skáfrændi Freyju var fermdur líka í morgun.


Freyja við veisluborðið.


Kristján Óli við veisluborðið.

Fjölskyldan hafði sameinast um veitingarnar, allir þjóðnýttir í að leggja eitthvað í púkk.


Önnur af tveimur fermingartertum Freyju.

Held að þetta hafi allt saman gengið alveg þokkalega. Allavega heyrði ég ekki annað en fólk væri ánægt með veisluna.
Núna er maður eins og sprungin blaðra. Það tekur á að standa í svona löguðu.

4 athugasemdir »

 1. […] Bóndinn bloggar svo líka um daginn hér. […]

  Bakvísun af jáh « tölvuóða tónskáldið — 2010-04-5 @ 23:44 | Svara

 2. Afmæliskökum?…

  Athugasemd af beggi dot com — 2010-04-6 @ 11:02 | Svara

 3. Hm, já. Smá Freudian slip hérna. Freyja á nefnilega afmæli í dag (6.4.). Lagast.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2010-04-6 @ 22:45 | Svara

 4. […] Ferming April 20103 comments Rita ummæli LikeBe the first to like this post. […]

  Bakvísun af Tölfræði fyrir árið 2010 « Strč prst skrz krk — 2011-01-2 @ 10:41 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: