Strč prst skrz krk

2010-04-13

Verkfæratap

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 23:56

Fyrir nokkrum árum áskotnaðist mér ævisaga manns, Páls Kristjánssonar að nafni, sem bjó hér að Njálsgötu 6 í hátt í 40 ár. Páll var smiður og var um tíma með verkstæði í húsinu. Bókin er árituð af höfundi. Ég þrælaðist nú í gegnum hana á sínum tíma en óhætt er að segja að hún er talsvert torf.
Páll þessi hafði skráð ævisöguna sjálfur og gefið hana líka út sjálfur sýnist mér. Hefði ekki veitt af að hafa ritstjóra að verkinu en hvað um það.
Í henni er að finna skemmtilega vísu, sem er ort um gleyminn smið í Arnarfirði (Páll var þaðan). Ef eitthvað er að marka vísuna þá skildi hann eftir sig verkfæraslóð út um allan hreppinn. Í henni koma fyrir öll býli í Auðkúluhreppi í réttri röð eins og þau voru á fyrstu árum tuttugustu aldar. Vísan er eignuð Óskari Bjarnasyni frá Stapadal og fer hún hér á eftir:

Verkfæratap

Hefil í Hokinsdal,
ljá á Laugabóli,
hamar á Horni,
skóflu í Skógum,
öxi í Ósi,
kúbein á Kirkjubóli,
boltaklippur á Borg,
dixil á Dynjanda,
rissmát á Rauðsstöðum,
hallamál á Hjallkárseyri,
gatasög á Gljúfurá,
kíttisskröpu á Karlsstöðum,
rasp á Rafnseyri,
hófjárn á Húsum,
meitil í Mýrarhúsum,
klaufhamar á Kúlu (Auðkúlu),
flettisög á Fögrubrekku,
axarhaus í Árbæ,
lóðhamar á Lónseyri,
torfljá í Tungu,
tréblýant á Tjaldanesi,
svæisög á Svalbarða,
bjúghníf á Baulhúsum,
hlaðstokk í Hlaðsbót,
beygistöng á Brekku,
alinmál á Álftamýri,
steinbrýni í Stapadal,
hálfan hníf heima í Bænum,
hefilstönn á Hrafnabjörgum,
nafar á Neðri Björgum,
langhefil í Lokinhömrum,
gluggahefil á Garðsstöðum,
al á Aðalbóli.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd »

Engar athugasemdir ennþá.

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: