Strč prst skrz krk

2010-05-19

Ástralía #1 (nörd á suðurhveli jarðar)

Filed under: Ferðalög,Nördismi — Jón Lárus @ 23:31

Best að henda inn nokkrum punktum um Ástralíuferðina sem við Hildigunnur (ásamt Kjartani Ólafssyni hluta af tímanum) fórum í núna í maí. Þetta verður nú ekki nein ferðasaga í þeim skilningi; Hildigunnur sér um þá hlið mála.

Það voru nokkur atriði sem ég var spenntur fyrir að sjá og skoða á suðurhveli jarðar. Meðal atriða á tikklistanum voru að kíkja á stjörnuhimininn þar sem nánast öll stjörnumerkin (m.a. suðurkrossinn) eru framandi. Ganga úr skugga um að hringiður snúist rangsælis og sjá sólina í hápunkti í norðri.

Fyrsta daginn okkar í Sydney þá flaskaði ég á þessu síðasttalda atriði (þótt ég hefði átt að vita betur). Við ætluðum að fá okkur göngutúr að óperuhúsinu (sem var í norðurátt frá hótelinu okkar). Komum út og mér fannst að sólin væri í suðri. Gengum þess vegna undan sól. Við áttuðum okkur á mistökunum þegar við komum að aðaljárnbrautarstöðinni, sem við vissum að væri í suðurátt frá hótelinu okkar. Magnað að geta klúðrað þessu.

Til þess að kanna atriði númer tvö þá lét ég renna í baðkarið á hótelinu. Hleypti svo úr því og viti menn: Þetta stemmdi, hringiðan sem myndaðist snerist rangsælis. Þetta var að sjálfsögðu dokumenterað rækilega. Eins víst að æsispennandi myndband þessu til sönnunar verði hent hér inn síðar.

2 athugasemdir »

  1. Ég hef heyrt þetta með hringiðuna, og líka að það væri bara „kellingabók“. Gott að fá botn í málið:)

    Athugasemd af baun — 2010-05-20 @ 16:56 | Svara

  2. Baun, bíddu bara þangað til þú sérð myndina…

    Athugasemd af Jón Lárus — 2010-05-20 @ 23:55 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: