Eftir að hafa dvalið nokkra daga í Sydney þá hafði ég varla séð neina plöntu sem ég kannaðist við. Einu trén sem ég þekkti voru platan tré og svo furur. Sama mátti segja um blómin. Einu blómin sem ég hafði séð áður voru blóm sem maður sér sem stofublóm heima.
Ég hafði frétt af því að í Sydney væri mjög flottur grasagarður og Þegar ISCM hátíðin var búin þá ákváðum við að kíkja aðeins á hann. Endaði nú á því að vera aðeins meira en kíkj. Tókum tvo langa göngutúra um garðinn og náðum að skoða talsvert stóran hluta af honum. Er ekki frá því að þetta sé flottasti grasagarður sem ég hef komið í ef ekki þá að minnsta kosti sá frjálslegasti . Þarna er fólk hvatt til að ganga á grasinu.
Alveg magnaðar sumar lífverurnar sem þrífast þarna fyrir sunnan. Flöskutré, fílafótartré og svo furðulegustu tré sem ég hef séð, frá Nýju Kaledóníu (myndir koma síðar).
Færðu inn athugasemd