Strč prst skrz krk

2010-05-23

Ástralía #3 (vont vatn)

Filed under: Ferðalög — Jón Lárus @ 23:58

Vatnið í Sydney er ógeðslegt. Klórblandaður viðbjóður. Það var svona með herkjum að maður gæti burstað tennurnar úr kranavatninu.

Við fórum svo í dagsferð í Bláfjöll (Blue mountains) sem eru um 100 km fyrir vestan Sydney. Það var búið að fullvissa okkur um að vatnið þarna uppi í fjöllum væri hreint og gott. En annað kom nú á daginn. Fengum kranavatn á karöflu á veitingastað þarna uppfrá. Ég tók einn sopa og gat ekki komið öðrum niður. Maður býr greinilega við mikil forréttindi hvað vatnið varðar hérna á klakanum.

2 athugasemdir »

  1. Ég burstaði tennurnar upp úr flöskuvatni.

    Athugasemd af hildigunnur — 2010-05-24 @ 21:16 | Svara

  2. Heh, einmitt. Var á mörkunum að það væri hægt að tannbursta sig upp úr þessu ógeði, hvað þá drekka það.

    Athugasemd af Jón Lárus — 2010-05-29 @ 00:07 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: