Vatnið í Sydney er ógeðslegt. Klórblandaður viðbjóður. Það var svona með herkjum að maður gæti burstað tennurnar úr kranavatninu.
Við fórum svo í dagsferð í Bláfjöll (Blue mountains) sem eru um 100 km fyrir vestan Sydney. Það var búið að fullvissa okkur um að vatnið þarna uppi í fjöllum væri hreint og gott. En annað kom nú á daginn. Fengum kranavatn á karöflu á veitingastað þarna uppfrá. Ég tók einn sopa og gat ekki komið öðrum niður. Maður býr greinilega við mikil forréttindi hvað vatnið varðar hérna á klakanum.
Ég burstaði tennurnar upp úr flöskuvatni.
Athugasemd af hildigunnur — 2010-05-24 @ 21:16 |
Heh, einmitt. Var á mörkunum að það væri hægt að tannbursta sig upp úr þessu ógeði, hvað þá drekka það.
Athugasemd af Jón Lárus — 2010-05-29 @ 00:07 |