Strč prst skrz krk

2010-06-2

Ástralía #8 (meira úr grasagarðinum í Sydney)

Filed under: blóm — Jón Lárus @ 23:53

Ég lofaði víst hér að setja inn einhverjar myndir af allra undarlegustu trjánum, sem við rákumst á í grasagarðinum í Sydney. Best að efna það loforð.

Fyrst er hér mynd af tré, sem kallað er flöskutré (eða bottle tree). Af þeim eru víst til fjölmargar tegundir og ekki allar eins og flaska eða karafla í laginu. Þetta tré leit út eins og flaska, sem er við það að velta um koll. Enda voru greinilega aðgerðir í gangi til að reyna rétta tréð við. Búið var að strengja línu (sem sést kannski ef myndin prentast vel eða hét það ekki það í gamla daga) í annað, mun stærra, rétt hjá.

Flöskutré

Annað stórundarlegt tré er hið svokallaða fílafótartré

Fílafótartré.

Banksíur (heita eftir grasafræðingnum sem var með Cook þegar hann rakst á Ástralíu) eru svo enn eitt furðuverkið. Blómin líta út svipað eins og könglar úr fjarlægð en eru það alls ekki.

Banksía

Eina sem ég er svekktur yfir er að hafa ekki áttað mig á því fyrr en síðar að wollemi pine (trjátegund sem fannst árið 1994, hafði fram að því aðeins verið þekkt sem steingervingur) vex villt rétt hjá Sydney. Það hlýtur að vera til eintak af þeirri plöntu í grasagarðinum þarna í Sydney. Fyrir áhugasama er hægt að lesa meira um þennan lifandi steingerving hér

Færðu inn athugasemd »

Engar athugasemdir ennþá.

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: