Strč prst skrz krk

2010-06-5

Bilað vökvastýri

Filed under: Bílar — Jón Lárus @ 21:49

Á leið heim úr innkaupaferð á fimmtudaginn þá heyrðist skyndilega smellur og svo varð stýrið níðþungt. Eins og að keyra traktor næstum því. Það var náttúrlega ekkert hægt að búa við þetta þannig að morguninn eftir þá hringdi ég í viðgerðarmanninn okkar. Hann átti að sjálfsögðu ekki lausan tíma fyrr en á mánudaginn. Við sáum því fram á að vera bíllaus nánast alla helgina. Gátum fengið bíl lánaðan hjá Hallveigu. Reddaði okkur í morgun. Eftir hádegið þá fór ég að bóna bílinn. Ákvað þá að kíkja aðeins ofan í húddið og athuga hvort ég sæi eitthvað sem æpti á mig í sambandi við vökvastýrið. Það kom í ljós að reim hafði farið út af trissuhjóli sem tengdist dælunni fyrir vökvastýrið. Ég ákvað að prófa að smokra reiminni upp á hjólið aftur en það náðist ekki alveg. Þá datt mér í hug að prófa að starta bílnum smávegis. Það reyndist nóg til að reimin hrökk upp á hjólið aftur. Þetta reyndist svo nóg til að laga bilunina. Spurning hvort að maður stofni ekki bara verkstæði í framhaldinu.

3 athugasemdir »

  1. Ekki smá frábært að geta lagað þetta, maður sá fram á pottþétt einhverja tugi þúsunda fljúga fyrir viðgerð, ef það þá á annað borð borgaði sig að gera við…

    Athugasemd af hildigunnur — 2010-06-5 @ 21:50 | Svara

  2. Frábært!

    Athugasemd af Kristín í París — 2010-06-6 @ 06:56 | Svara

  3. Það er allavega gott að geta ekið með einari aftur.

    Athugasemd af Jón Lárus — 2010-06-6 @ 10:10 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: