Strč prst skrz krk

2010-06-13

Ættarmót

Filed under: Fjölskyldan — Jón Lárus @ 22:13

Við fórum á ættarmót í gær. Þetta var ætt föðurafa míns og systkyna hans. Alls átti hann 9 systkini, sem öll komust á legg. Öll nema tveir bræður hans eignuðust afkomendur þ.a. ættboginn er orðinn nokkuð stór núna. Líklega eitthvað um 300 manns. Af öllum þessum fjölda var mættur um helmingur á mótið.

Ættarmótið var haldið í Varmalandi í Borgarfirði. Við lögðum af stað um morguninn og vorum mætt um eittleytið, þegar formleg dagskrá átti að hefjast. Síðan tók við dagskrá. Ræður, kynningar, kaffi, erindi, matur, söngur og skemmtiatriði. Hildigunnur hafði sem betur fer áttað sig á að kippa með nokkrum bókum til að krakkarnir myndu ekki drepast úr leiðindum undir ræðuhöldum og kynningum. Síðan hittu þau náttúrlega frændsystkini á svipuðu reki sem þau gátu leikið og spjallað við.

Fyrir mig var þetta mjög skemmtilegt og fróðlegt að fá tækifæri til að átta sig á þessari stóru ætt. Sumt af þessu fólki þekkti ég fyrir, aðra hafði ég heyrt getið um en langflesta þekkti ég ekki neitt fyrir.

Færðu inn athugasemd »

Engar athugasemdir ennþá.

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: