Strč prst skrz krk

2010-09-7

Fyrsti

Filed under: Boltinn — Jón Lárus @ 22:59

fótboltatíminn á haustmisserinu var í kvöld. Algjör snilld að vera aftur farinn að sparka í tuðru. Smá ryðgaður til að byrja með en þegar maður var búinn að átta sig á hvað sneri fram og hvað aftur á boltanum þá smátt og smátt skánaði spilið. Eins og vera ber í fyrsta tíma þá sáust nokkrar skrautlegar brennslur en inn á milli sáust líka einstaka tilþrif. Þá var sprettþolið ekki upp á marga fiska. Má búast við harðsperrum á morgun.

Bloggaðu hjá WordPress.com.