Strč prst skrz krk

2010-09-29

Hrísgrjónaverð

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 22:31

Verð á hrísgrjónum hér í búðum hefur valdið mér talsverðum heilabrotum upp á síðkastið. Við höfum keypt Tilda basmati grjón, sem fást í mismunandi pakkningum. Stærsti pokinn, fjögurra kílóa þungur, sem maður hefði fyrirfram áætlað að væri með lægsta kílóverðið kostar u.þ.b. 3500 kall í lágvörubúðum (eða ca. 875 kall á kílóið). Kílóspakkning kostar svo eitthvað um 800 kall en ef maður kaupir 500 gramma pakkningu, sem inniheldur 5 hundrað gramma suðupoka þá kemst maður af með 670 krónur á kílóið. Stærsta einingin semsagt langdýrust. Ég skil þetta ekki alveg.

Við rákumst svo fyrir nokkrum dögum inn í Kost og fundum þar níu kg poka af basmati hrísgrjónum á mjög svipuðu verði og fjögurra kg pokinn af Tilda grjónunum kostar. Þóttumst himinn höndum hafa tekið. Erum búin að prófa grjónin. Kannski ekki alveg jafngóð og Tilda en fín samt.

Ein athugasemd »

  1. Það væri að æra óstöðugan að reyna að skilja verðlagninguna nú til dags. Kv. Guðlaug Hestnes

    Athugasemd af vinur — 2010-10-9 @ 16:26 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: