Strč prst skrz krk

2010-10-20

Stolinn bíll

Filed under: Skilorðið — Jón Lárus @ 17:31

Fyrir síðustu helgi, líklega aðfararnótt laugardagsins var lagt bíl hérna fyrir framan hjá okkur. Síðan þá hefur hann safnað sektum. Var kominn með að minnsta kosti fimm undir þurrkurnar.

Mér fannst þetta undarlegt og fór að velta fyrir mér hverjar ástæðurnar gætu verið. Datt þá í hug að bílnum hefði verið stolið. Prófaði að fara inn á lögregluvefinn. Og viti menn þar var einmitt lýst eftir hvítum Nissan Sunny nr. RL-010 sama og hefur staðið fyrir utan hjá okkur síðan um helgina.

Reyndi að ná í lögguna en þá er skrifstofusímanum náttúrlega lokað þar kl. 16. Prófaði þá að gúggla bílnúmerið og fann síðu þar sem var lýst eftir þessum bíl. Þar var gefið upp póstfang, sem ég sendi á. Verður spennandi að vita hvað kemur út úr því.

3 athugasemdir »

  1. […] Ekki á hverjum degi sem við hér heima leysum mál fyrir lögregluna en í gær datt Jóni Lárusi í hug að bíllinn sem er búinn að standa hér fyrir utan síðan fyrir helgi og safna á sig sektarmiðum í bunkum gæti verið þar vegna þess að – ja eigandinn vissi ekki hvar hann væri. Ekki alveg eðlilegt að safna svona sektum eins og enginn sé morgundagurinn. Jón segir frá þessu á sinni síðu, hér. […]

    Bakvísun af jón spæjó « tölvuóða tónskáldið — 2010-10-21 @ 09:43 | Svara

  2. haha kemur ekki á óvart, muniði ekki þegar okkar Nissan Sunny var stolið af Njálsgötunni? það er hægt að komast inn í þá með nánast hvaða lykli sem er 😛

    Athugasemd af Hallveig — 2010-10-21 @ 09:46 | Svara

  3. Einmitt, hægt að opna þá með þvottahússlyklinum ef ekki vill betur…

    Athugasemd af Jón Lárus — 2010-10-23 @ 23:40 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: