Strč prst skrz krk

2010-11-11

Landafræðinám

Filed under: Nám — Jón Lárus @ 12:10

Finnur var að vinna heimaverkefni í landafræði í gærkvöldi. Efnið var landafræði vesturlands. Gekk nú frekar rólega hjá honum þannig að ég settist niður með honum svona til að halda honum við efnið. Eitt af verkefnunum var að nefna tvo jökla. Hann varð frekar fúll þegar ég sagði að hann yrði að finna annan jökul en Snæfellsjökul þar eð hann hefði nefnt hann sem eitt af fjöllum landshlutans. Ég benti honum á að finna landabréfabókina og athuga hvort hann sæi ekki einhverja jökla í henni. Hann fékkst nú til þess. Ég vissi síðan ekki hvert hann ætlaði þegar hann sá jökulinn Ok. Fannst þetta alveg gríðarlega fyndið. Síðan ruddi hann út úr sér nokkrum ok bröndurum. Tók langan tíma að koma honum á beinu brautina aftur.

Bloggaðu hjá WordPress.com.