Strč prst skrz krk

2010-11-23

Nóvemberkaktusinn

Filed under: blóm — Jón Lárus @ 23:12

okkar blómstrar nú eins og enginn sé morgundagurinn. Hann er núna loksins að ná sér á strik aftur eftir að Loppa ýtti honum út á gólf fyrir fjórum til fimm árum. Fyrir þann tíma blómstraði hann eins og vitleysingur, nánast blóm á hverri grein. Við það að detta í gólfið þá brotnaði hann og hætti að blómstra að mestu leyti. Í hitteðfyrra komu nokkur blóm og í fyrra aðeins fleiri. Og nú blómstrar hann eins og hann eigi lífið að leysa. Smá sýnishorn hérna, myndir sem Freyja tók í dag:

Nóvemberkaktusinn okkar.

Og meira.

Og enn meira af nóvemberkaktusnum.

Bloggaðu hjá WordPress.com.