Strč prst skrz krk

2010-12-5

Býr Sigríður hérna?

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 21:44

Fyrir nokkru, ætli það séu ekki komnar næstum tvær vikur síðan, kom sérkennilegur atburður fyrir hérna hjá okkur. Hildigunnur var á æfingu, gott ef Freyja var ekki með henni og Fífa hafði farið eitthvað út með Valda. Semsagt bara við Finnur heima. Það var komið að háttatíma hjá honum. Ég sagði honum að fara niður og klára kvöldverkin og fara að sofa. Fór svo á eftir honum, hvort ég ætlaði að sækja bók. Allavega ég verð var við eitthvað þrusk frammi á gangi. Hélt að Fífa og Valdi væru komin aftur en kíkti samt fram til öryggis. Þá stendur þar einhver maður, sem ég þekkti ekki neitt. Varð náttúrlega afar undrandi en áður en ég næ að koma upp orði þá spyr hann Njálsgata 6, er Sigríður hérna? Ég næ nú að svara því til að í þessu húsi sé engin Sigríður. Áður en ég náði að bæta fleiru við sneri hann sér við og hvarf út í myrkrið. Frekar óþægilegt.

Auglýsingar

4 athugasemdir »

 1. úff pottþétt inn“brots“þjófur, ég var að tala við leigubílstjóra um daginn sem sagði að það væri víst nánast aldrei brotist inn núorðið, þjófarnir gengu bara á milli húsa og athuguðu hvar væri skilið eftir ólæst! Við erum allavega síðan þarna búin að gefa krökkunum skýr skilaboð um að hafa alltaf læst báðum megin þegar þau eru ein heima!

  Athugasemd af hildigunnur — 2010-12-5 @ 22:36 | Svara

 2. Krípí… Hvað ef það byggi nú einhver Sigríður þarna? Ég hefði nú valið eitthvað sjaldgæfara nafn, býr Hallfreður hérna?

  Athugasemd af Þorbjörn — 2010-12-5 @ 22:58 | Svara

 3. Alveg pottþétt einhver að leita að opnu mannlausu húsi og já væri nú gáfulegra að velja eitthvað aðeins sjaldgæfara. Annars var þessi náungi mjög snyrtilegur til fara og líklega aðeins eldri en ég.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2010-12-6 @ 21:56 | Svara

 4. […] Býr Sigríður hérna? December 20103 comments 5 […]

  Bakvísun af Tölfræði fyrir árið 2010 « Strč prst skrz krk — 2011-01-2 @ 10:41 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: