Skrifaði fyrir nokkru þessa færslu um hvernig væri hugsanlega hægt að laga korkuð vín. Núna fyrir nokkrum dögum þá opnuðum við eina slíka í matarboði. Ákváðum þá að nota tækifærið og láta reyna á staðhæfinguna. Helltum víninu í skál og krumpuðum svo væna lengju af matarfilmu og settum útí. Hrærðum svo í þessu og létum standa smá stund. Niðurstaðan var síðan sú að það virtist draga úr korkaða bragðinu, þó það hyrfi ekki alveg. Enda kannski ekki við því að búast. Spurning líka hvort við vorum nógu þolinmóð og einnig hvort endurtekin meðferð myndi auka árangurinn. Þetta er greinilega efni í framhaldsrannsókn.
2011-01-19
Færðu inn athugasemd »
Engar athugasemdir ennþá.
Færðu inn athugasemd