Strč prst skrz krk

2011-02-11

Sykurlaust síróp

Filed under: Matur — Jón Lárus @ 22:10

Ég rakst á innkaupaseðil í vinnunni í gær sem einhver hafði týnt og einhver annar hafði tínt og sett ofan á stimpilklukkuna. Í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema ég staðnæmdist við eitt atriði á listanum: Sykurlaust síróp! Þetta kom af stað hugsanaferli. Þetta er ekki til, ég meina síróp er ekkert annað en fljótandi sykur og það er ekki til sykurlaus sykur.

Ég talaði um þetta við vinnufélaga mína og þær umræður enduðu með því að við gúggluðum þetta og þá kom í ljós að sykurlaust síróp er sko aldeilis til.

Uppskriftin er væntanlega eitthvað í þessa áttina:

Vatn
Þykkiefni
Sætuefni
Bragðefni

Ef þetta er ekki ógeð þá veit ég ekki hvað!

Bloggaðu hjá WordPress.com.