Ég rakst á innkaupaseðil í vinnunni í gær sem einhver hafði týnt og einhver annar hafði tínt og sett ofan á stimpilklukkuna. Í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema ég staðnæmdist við eitt atriði á listanum: Sykurlaust síróp! Þetta kom af stað hugsanaferli. Þetta er ekki til, ég meina síróp er ekkert annað en fljótandi sykur og það er ekki til sykurlaus sykur.
Ég talaði um þetta við vinnufélaga mína og þær umræður enduðu með því að við gúggluðum þetta og þá kom í ljós að sykurlaust síróp er sko aldeilis til.
Uppskriftin er væntanlega eitthvað í þessa áttina:
Vatn
Þykkiefni
Sætuefni
Bragðefni
Ef þetta er ekki ógeð þá veit ég ekki hvað!
uh nákvæmlega?!?!
Athugasemd af hildigunnur — 2011-02-11 @ 22:18 |
Hverju má maður þá eiga von á næst? Sykurlausum sykrI? Eru það þá tómir sykurpokar eða hvað?
Athugasemd af Jón Lárus — 2011-02-11 @ 22:33 |
Já en til hvers?
Athugasemd af beggi dot com — 2011-02-11 @ 22:45 |
Beggi, það er stóra spurningin. Ég skil þetta ekki en það eru greinilega einhverjir sem telja sig þurfa á svona sáluhjálparmeðali að halda.
Athugasemd af Jón Lárus — 2011-02-11 @ 23:20 |
En ég er nú nokkuð viss um að sá/sú sem hefur átt þennan lista hefur ætlað að kaupa agave sýróp sem fólk heldur að hafa enga ókosti sykurs en er í rauninni bara það sama. Maður kaupir sér góða samvisku. Það þarf bara smá fáfræði til
Athugasemd af Fríða — 2011-02-12 @ 07:44 |
Ignorance is bliss…
Athugasemd af Jón Lárus — 2011-02-12 @ 17:42 |
Sykurlausu sírópin eru notuð td út á kaffið , í skyrið til að fá bragð og sætuna, svo í baksturinn. mjög góður kostur
Athugasemd af Asdis — 2012-08-28 @ 20:33 |