Ég fékk bók um dulkóðun í afmælisgjöf um daginn (The code book eftir Simon Singh). Mjög skemmtileg bók, þannig að ég var fljótur með hana. Sagði síðan Finni eitthvað frá henni. Hann varð strax voða spenntur og byrjaði að lesa. Ég bjóst nú ekki við að hann myndi fara neitt langt í henni. Myndi kannski komast í gegnum fyrstu einn eða tvo kaflana í mesta lagi. Nei, nei það var nú eitthvað annað. Nú er hann meira en hálfnaður með bókina og farinn að demba yfir mig spurningum um Enigma dulmálsvél Þjóðverja. Mér finnst það reyndar ekkert slæmt.