Strč prst skrz krk

2011-03-23

Tiltektaratvik

Filed under: Heimilisstörf — Jón Lárus @ 23:01

Lenti í tiltektaratviki um helgina. Við vorum búin að bjóða nágranna okkar í mat. Bæði til að borga aðeins til baka fyrir öll skiptin sem hann hefur tekið að sér að gefa Loppu og blómum og einnig til að ræða aðeins um komandi framkvæmdir. Nema hvað, ég var búinn að henda lambabógi inn í ofn og var að ganga frá í uppþvottavélina. Fífa var að útbúa súkkulaðimousse. Á eldhúsborðinu var skál með nokkrum eggjahvítum, sem ég hafði fengið á tilfinninguna að ætti ekki að nota. Ég losaði okkur við hvíturnar og gekk frá skálinni. Skömmu síðar bað Fífa mig um að kíkja á uppskriftina til að gá að einhverju atriði. Ég gerði það og hvítnaði síðan upp. Ástæðan, sá eftirfarandi aftast í uppskriftinni: Í lokin hálfþeytið eggjahvíturnar og bætið síðan sykrinum út í…

Auglýsingar

5 athugasemdir »

 1. haha – þetta er eiginlega versta svona tiltektaratvikið hér á bæ. Iðulega samt búið að ganga frá dótinu sem ég er alveg að fara að nota því „það lá bara þarna“ 😀

  Athugasemd af hildigunnur — 2011-03-24 @ 14:21 | Svara

 2. Ég hef oft sagt þetta: það er ekki gott að taka of mikið til…. 😉

  Athugasemd af Harpa Jónsdóttir — 2011-03-24 @ 16:29 | Svara

 3. Ég réð bara ekki við mig…

  Athugasemd af Jón Lárus — 2011-03-24 @ 18:12 | Svara

 4. Hentirðu hvítunum? Kvusslax…

  Athugasemd af baun — 2011-03-26 @ 07:54 | Svara

 5. Nánast eina sem við notum hvítur í (fyrir utan mousse) eru marengskökur og ég vissi að við myndum ekki baka úr þessum hvítum.

  Athugasemd af bitdrerik — 2011-03-29 @ 22:06 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: