Strč prst skrz krk

2011-04-5

Heimur versnandi fer…

Filed under: Ýmislegt,Bílar — Jón Lárus @ 21:35

Rakst á gott dæmi um það um helgina. Tók á mig rögg og ákvað að bóna bílinn. Byrjaði á því að skólpa af honum. Varð náttúrlega að kaupa tjöruleysi til að ná af honum tjörusulli síðustu vikna. Athugaði síðan hvort ég ætti eitthvað eftir af bóni. Jú það voru restar í tveimur dollum; varla þó nóg til að bóna eina umferð. Ég kíkti því inn í bensínsjoppuna hjá bílaþvottaplaninu. Nei, þeir áttu ekki Mjallarbón. Ákvað því að prófa Olís, hef venjulega keypt þetta bón hjá þeim. Þeir áttu þetta heldur ekki til og prófaði ég þó á tveimur mismunandi stöðum. Ákvað því að prófa til þrautavara að kíkja í Excel búðina. Ekki heldur til þar. Eftir að hafa skoðað bónúrval á fjórum bensínstöðvum þá lítur út fyrir að ekki sé lengur hægt að fá Mjallarbón, besta bón sem um getur.

Fór svo að hugsa betur um þetta. Ég veit alveg af hverju þetta bón selst ekki lengur. Það er rosalega gott; bónhúðin endist í marga mánuði en það er líka erfitt og tímafrekt að bóna með því. Lítur greinilega út fyrir að fólk vilji heldur kaupa hraðbón sem er hægt að sulla á bílinn á örskammri stundu en endist ekki nema nokkrar vikur í mesta lagi.

Þetta bónævintýri mitt endaði á því að ég keypti eitthvað Sonax bón sem er meint gott. Byrjaði samt á að nota Mjallarbónrestarnar sem ég átti og þær dugðu til að klára bílinn. Líklega samt í síðasta skipti sem ég nota það.

Ein athugasemd »

  1. 😦

    Athugasemd af hildigunnur — 2011-04-6 @ 08:28 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: