Strč prst skrz krk

2011-04-23

Seinna eggið

Filed under: Ýmislegt,Hátíð — Jón Lárus @ 23:03

sem við gerum í ár var svo gert í kvöld. Að þessu sinni gerðum við tvennt sem við höfum ekki prófað áður. Fyrra atriðið var að við tempruðum súkkulaðið. Eftir að hafa brætt súkkulaðið í vatnsbaði þá tókum við 2/3 af súkkulaðinu og kældum úr ca. 50°C niður í 28°C. Blönduðum því svo aftur saman við afgangs þriðjunginn sem var þá við u.þ.b. 37°C. Eftir blöndunina var súkkulaðið um 32°C sem er kjörhiti. Hin nýjungin var að við smurðum einni til einni og hálfri matskeið af súkkulaði í formin og hentum svo í frysti í 5 mínútur. Endurtókum svo þangað til súkkulaðið var búið. Með þessu móti gekk mun hraðar fyrir sig en venjulega að mynda skelina og þykktin á henni varð líka mun jafnari. Nú er bara spurning hvrot að súkkulaðið haldi glansinum eða hvort það mislitist eins og þau hafa gert þegar súkkulaðið er ekki temprað. Ef þetta gengur vel þá verður þessi aðferð notuð í framtíðinni.

Ein athugasemd »

  1. Niðurstaðan úr þessari tilraun er:

    1) Það virkar algerlega að tempra súkkulaðið. Næstum viku eftir framleiðslu þá er enn eftir smá bútur af egginu og hann lítur vel út. Ekki farinn að missa gljáann nema að litlu leyti.

    2) Það að stytta sér leið með þvi að setja bara lítið í skelina og frysta áður en næsti skammtur er settur í formið virkar hins vegar ekki eins vel. Þetta leit allt saman vel út en þegar eggið var brotið upp þá kom í ljós að það var frauðkennt. Bragðið var ekki vont en áferðin ekki spennandi. Það getur verið að einhverjir séu hrifnir af svona útfærslu en þetta er ekki fyrir mig.

    Næst verður prófað að tempra súkkulaðið, eins og núna en í staðinn fyrir að reyna að flýta storknun þá verður náttúran látin hafa sinn gang.

    Athugasemd af Jón Lárus — 2011-04-29 @ 23:17 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: