Strč prst skrz krk

2011-04-29

Keyrður niður

Filed under: Bílar,Hjólreiðar — Jón Lárus @ 22:40

Já það gerðist í fyrsta skipti í dag að ég var bókstaflega ekinn niður á hjólinu. Þetta gerðist þannig að ég var á leiðinni í vinnuna. Var kominn að Holtagörðum og hjólaði eftir gangstéttinni meðfram Holtavegi, norðan megin, fram hjá nýju bílastæðunum. Þar var einn bíll á leið út af stæðinu. Hann stoppaði og ég lét gabbast og hélt áfram. En þá var bara gefið í og ég varð fyrir drekanum. Sem betur fer var ég á lítilli ferð og bíllinn tók af stað úr kyrrstöðu. Ég flaug samt á hausinn og hjólið lenti að hluta til undir bílnum. Ég slapp nú sem betur fer með skrámur en hjólið slapp ekki eins vel úr þessum allt of nánu kynnum við bíl. Afturgjörðin á hjólinu er snarbeygluð, hægt að nota hjólið en gjörðin er svo skökk að það verður að skipta henni út.

Bílstjórinn, kona með tvö lítil börn var alveg miður sín yfir þessu. Sagðist hafa ruglast á bremsum og bensíngjöf (ég tók eftir því). Þetta hefði samt allt getað farið verr og ég hef dottið miklu verr á hjóli án þess að bíll kæmi nokkuð þar við sögu.

2 athugasemdir »

  1. Ææ! Leitt að heyra. Vonandi færð þú hjólið bætt úr tryggingunum og jafnar þig fljótt af skrámunum.

    Athugasemd af baun — 2011-04-29 @ 22:52 | Svara

  2. Takk, baun. Ég ætla nú að hafa samband við ákeyrslueinstaklinginn (eða heitir það ákeyrsluaðilinn?) og krefjast greiðslu fyrir viðgerð á hjólinu. Alveg kristaltært að ég var í rétti þarna.

    Athugasemd af Jón Lárus — 2011-04-29 @ 23:09 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: