hjólaðir úr og í vinnu á árinu. Náði þeim áfanga í dag. Síðan ég byrjaði að hjóla aftur fyrir fimm árum þá hef ég aldrei áður verið svona fljótur að fylla upp í þúsundið. Aðstæður til hjólaiðkunar hafa hins vegar oft verið betri en í dag. Ég ákvað að hjóla með lambhúshettu út af svifryki og ösku. Ekki annað þorandi þegar magnið er allt að 20 falt yfir mörkum.
2011-05-23
2011-05-11
Shortcut
Finnur fékk sumarklippinguna sína í gær. Hann var tekinn og snoðaður. 4 mm broddar. Getur núna þvegið hárið með þvottapoka. Spurning um að fá Freyju til að taka mynd af honum og skella inn.
2011-05-7
Garðpartí
Vorum með kaffi úti á palli í fyrsta skipti á þessu sumri núna áðan. Ekki slæmt það. Veðrið flott og nógu mikið skjól á pallinum til að væri ekkert kalt að sitja úti.