Núna loksins get ég skellt inn myndum af kagganum. Við Freyja skutumst út á Gróttu í smá mánudagsbíltúr og tókum nokkrar myndir af bílnum.
2011-07-11
2011-07-7
Sellógaurinn
Þegar við fórum að spá í að kaupa nýjan bíl þá var það eitt af grundvallaratriðum að hægt væri að koma sellói fyrir í skottinu á honum. Þegar ég fór svo að skoða mözduna (sem við keyptum svo) þá kippti ég sellóinu hennar Freyju með. Sagði svo við bílasalann og fyrrverandi eiganda að bíllinn yrði að standast eitt skilyrði til þess að hann kæmi til greina. Ef sellóið kæmist ekki í skottið væri sjálfhætt. Sellóið komst svo með léttum leik í skottið. Mun rúmbetra heldur en á gamla bílnum. Tók svo smá rúnt á bílnum og leist ansi vel á hann. Þegar ég hringdi svo í bílasalann daginn eftir og sagðist hafa áhuga á að kaupa bílinn þá svaraði hann: Já þú ert sellógaurinn, man vel eftir þér! Greinilega ekki á hverjum degi sem svona mælingar fara fram á bílasölum…
2011-07-5
Nýr bíll!
Eða að minnsta kosti nýr gamall bíll. Hildigunnur var ekki fyrr farin í Skálholt að ég fór að kíkja á bílasölur. Rakst fljótlega á þessa líka ljómandi flottu Mözdu 6, bláa að lit. Við vorum reyndar búin að sjá hann á netinu áður en hún fór austur. Samningaviðræður við fyrri eiganda tóku stuttan tíma og nú erum við stoltir eigendur að ekki nema 5 ára gömlum bíl.