Strč prst skrz krk

2012-11-11

Kielbasa

Filed under: Matur — Jón Lárus @ 19:10

Er að elda núna pólskan rétt, bigos að nafni.  Þetta er pottréttur sem inniheldur meðal annars hvítkál, súrkál, svínakjöt, beikon, lauk og svo pólskar kielbasa pylsur.  Í gær þegar ég var að kaupa inn þá fór ég í Kjötpól og bað um kielbasa pylsur. Afgreiðslukonan fór að hlæja.  Ég skildi ekkert í því hvað gæti verið svona fyndið þangað til hún sagði mér að kielbasa væru pylsur á pólsku.

Þarna bættist því ein ný samsetning pylsupylsur (kielbasa pylsur) við safnið brauðbrauð (naan brauð), sósusósa (salsa sósa) og baunabaunir (haricot baunir).

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.