Er að elda núna pólskan rétt, bigos að nafni. Þetta er pottréttur sem inniheldur meðal annars hvítkál, súrkál, svínakjöt, beikon, lauk og svo pólskar kielbasa pylsur. Í gær þegar ég var að kaupa inn þá fór ég í Kjötpól og bað um kielbasa pylsur. Afgreiðslukonan fór að hlæja. Ég skildi ekkert í því hvað gæti verið svona fyndið þangað til hún sagði mér að kielbasa væru pylsur á pólsku.
Þarna bættist því ein ný samsetning pylsupylsur (kielbasa pylsur) við safnið brauðbrauð (naan brauð), sósusósa (salsa sósa) og baunabaunir (haricot baunir).
Og hver getur gleymt pony hestunum?
Athugasemd af Jón Hafsteinn — 2012-11-13 @ 18:00 |
Heill og
sæll, súpan hljómar spennandi. Uppskrift?
Athugasemd af Guðlaug Hestnes — 2012-11-18 @ 22:03 |
Jón Hafsteinn: Nákvæmlega.
Guðlaug: Við notuðum þessa uppskrift hérna http://www.polishforums.com/food-drink-8/bigos-recipe-1227/ og fannst hún mjög góð. Annars er með þennan rétt eins og svo marga aðra að til eru ótal útgáfur af honum.
Athugasemd af Jón Lárus — 2012-11-18 @ 22:12 |