hjá mér í matseldinni í fyrradag. Var að elda rósmarínpasta. Þegar kom að því að sjóða pastað þá greip ég 1 kg pakka af spaghettíi og fannst það vera 500 g pakki. Skellti öllu spaghettíinu í pottinn (fannst það reyndar vera óvenju mikið) og sneri mér síðan að öðrum verkefnum. Áttaði mig ekki á mistökunum fyrr en undir lok suðunnar þegar spaghettíið var bókstaflega farið að vella upp úr pottinum. Kennir manni að vera vakandi við eldamennskuna.
2012-11-17
3 athugasemdir »
RSS feed for comments on this post. TrackBack URI
og svo keypti hann tvöfaldan skammt af hamborgurum daginn eftir. Óvart – segir hann allavega. Jón svangi?
Athugasemd af hildigunnur — 2012-11-18 @ 23:37 |
Þetta var óvart…
Athugasemd af Jón Lárus — 2012-11-19 @ 21:47 |
Matur er góður! Það segi ég a.m.k. þegar ég geri eitthvað þessu líkt, sem gerist grunsamlega oft (mmmmmm 😛 ).
Athugasemd af Jón Hafsteinn — 2012-11-21 @ 14:40 |