Strč prst skrz krk

2012-12-31

Vínuppgjör ársins 2012

Filed under: Vín — Jón Lárus @ 11:30

Er það ekki þannig að maður verði að gera upp árið sem er að líða? Hér er listi yfir þau vín, sem mér fannst smakkast best á árinu 2012.

Sine Qua Non Grenache Atlantis Fe2O3 (BNA, Kalifornía), 2005, 95
Bodegas y Viñedos Alión Ribera del Duero (Spánn, Castilla y León, Ribera del Duero) 2005, 94
Viñas del Vero Somontano Blecua (Spánn, Aragón, Somontano), 1998, 94
Domaine Christian Moreau Père et Fils Chablis Grand Cru Les Clos Clos des Hospices dans les Clos (Frakkland, Bourgogne, Chablis, Chablis Grand Cru), 2005, 93
d’Arenberg Shiraz The Dead Arm (Ástralía, Suður Ástralía, Fleurieu, McLaren Vale), 2004, 93
Jacquesson et Fils Champagne Extra Brut Avize Grand Cru (Frakkland, Champagne, Avize, Champagne), 1997, 93
Château Guiraud (Frakkland, Bordeaux, Sauternais, Sauternes), 2003, 93
La Spinetta (Rivetti) Barbera d’Asti Superiore (Bionzo) (Ítalía, Piedmont, Asti, Barbera d’Asti Superiore), 2003, 93
Penfolds Bin 389 (Ástralía, Suður Ástralía), 2003, 92
Kay Brothers Shiraz Hillside Amery Vineyards (Ástralía, Suður Ástralía, Fleurieu, McLaren Vale), 2002, 92
Tommasi Amarone della Valpolicella Classico (Ítalía, Veneto, Valpolicella, Amarone della Valpolicella Classico), 2004, 92
Château Monbousquet (Frakkland, Bordeaux, Libournais, St. Émilion Grand Cru), 2006, 92
Billecart-Salmon Champagne Cuvée Nicolas-François Billecart (Frakkland, Champagne), 1998, 92
G.D. Vajra Barolo Bricco delle Viole (Ítalía, Piedmont, Langhe, Barolo), 2004, 92
Bodegas Roda Rioja Roda I Reserva (Spánn, La Rioja, Rioja), 2006, 92
Bodegas Drinks and Dreams Douro D + D Douro+Duero (Portúgal, Douro), 2007, 92

5 frönsk, 3 spænsk, 3 ítölsk, 3 áströlsk 1 bandarískt og 1 portúgalskt.

Alls voru þetta 16 vín sem skoruðu 92 stig eða hærra hjá mér á árinu. Talsvert fleiri en í fyrra þegar þau voru 10. SQN vínið gæti mögulega verið besta rauðvín sem ég hef smakkað á ævinni. Magnað vín hreint!

2012-12-19

Lögleg færsla

Filed under: Uncategorized — Jón Lárus @ 22:44

Spurning um að bæta úr issu og skrifa eina færslu á prímtöludegi í desember.

Náði þeim árangri að hjóla 2.000 km í og úr vinnu núna um miðjan desember. Ekki alveg það mesta sem ég hef náð en samt alveg ágætis árangur. Nákvæmlega (eða svo langt sem það nær) þá verða þetta 2112 km á árinu. Það er að segja ef ég klúðra ekki neinu fram á föstudag.

2012-12-8

Silkitoppur

Filed under: Garðurinn — Jón Lárus @ 20:49

Síðasta mánuðinn eða svo hefur hópur af silkitoppum verið á sveimi um nágrennið.  Ég var búinn að sjá hóp af þeim á Bjarnarstíg.  Fyrir nokkrum dögum þá sá Fífa þessa úti í garðinum okkar og kallaði á mig. Þegar ég sá að það var silkitoppa sitjandi í runna í garðinum okkar þá kallaði ég á Freyju og fékk hana til að taka mynd af henni.

Svakalega flottur fugl. Hann var heldur ekkert feiminn. Hreyfði sig ekki þó við værum innan við tvo metra frá honum.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.