Strč prst skrz krk

2012-12-8

Silkitoppur

Filed under: Garðurinn — Jón Lárus @ 20:49

Síðasta mánuðinn eða svo hefur hópur af silkitoppum verið á sveimi um nágrennið.  Ég var búinn að sjá hóp af þeim á Bjarnarstíg.  Fyrir nokkrum dögum þá sá Fífa þessa úti í garðinum okkar og kallaði á mig. Þegar ég sá að það var silkitoppa sitjandi í runna í garðinum okkar þá kallaði ég á Freyju og fékk hana til að taka mynd af henni.

Svakalega flottur fugl. Hann var heldur ekkert feiminn. Hreyfði sig ekki þó við værum innan við tvo metra frá honum.

4 athugasemdir »

 1. Glæsileg mynd! Annars velti ég deginum fyrir mér eitt augnablik, þar til ég kveikti á að prímtala í prímtöluveldi er ekki slæm heldur 😉

  Athugasemd af Jón Hafsteinn — 2012-12-10 @ 14:14 | Svara

 2. Já, vá hvað ég var snartímavilltur. Mér fannst vera sjöundi, sem hefði verið í lagi. Fín björgun sem þú stingur upp á þarna, Jón!

  Athugasemd af Jón Lárus — 2012-12-10 @ 20:16 | Svara

 3. Snartímavilla hljómar eins og eitthvað sem gæti komið upp í Star Trek þætti. Hefurðu annars haldið prímtöludögunum allan tímann?

  Athugasemd af Jón Hafsteinn — 2012-12-11 @ 12:03 | Svara

 4. Það hefur nú komið einstaka sinnum fyrir að ég hef rofið þá reglu. En þá hefur það oftast gerst á Fibonacchi dagsetningum. Þessi reyndar slapp undir þeirri skilgreiningu.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2012-12-11 @ 22:15 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: