Síðasta mánuðinn eða svo hefur hópur af silkitoppum verið á sveimi um nágrennið. Ég var búinn að sjá hóp af þeim á Bjarnarstíg. Fyrir nokkrum dögum þá sá Fífa þessa úti í garðinum okkar og kallaði á mig. Þegar ég sá að það var silkitoppa sitjandi í runna í garðinum okkar þá kallaði ég á Freyju og fékk hana til að taka mynd af henni.
Svakalega flottur fugl. Hann var heldur ekkert feiminn. Hreyfði sig ekki þó við værum innan við tvo metra frá honum.
Glæsileg mynd! Annars velti ég deginum fyrir mér eitt augnablik, þar til ég kveikti á að prímtala í prímtöluveldi er ekki slæm heldur 😉
Athugasemd af Jón Hafsteinn — 2012-12-10 @ 14:14 |
Já, vá hvað ég var snartímavilltur. Mér fannst vera sjöundi, sem hefði verið í lagi. Fín björgun sem þú stingur upp á þarna, Jón!
Athugasemd af Jón Lárus — 2012-12-10 @ 20:16 |
Snartímavilla hljómar eins og eitthvað sem gæti komið upp í Star Trek þætti. Hefurðu annars haldið prímtöludögunum allan tímann?
Athugasemd af Jón Hafsteinn — 2012-12-11 @ 12:03 |
Það hefur nú komið einstaka sinnum fyrir að ég hef rofið þá reglu. En þá hefur það oftast gerst á Fibonacchi dagsetningum. Þessi reyndar slapp undir þeirri skilgreiningu.
Athugasemd af Jón Lárus — 2012-12-11 @ 22:15 |