er ný dönsk sería sýnd á DR1. Við Hildigunnur ákváðum að prófa að fylgjast með henni, þar sem DR1 fylgdi með í pakkanum, sem við fengum í kaupbæti, þegar við skiptum öllu yfir á ljósleiðara um daginn. Serían byrjar ágætlega. Annar þáttur sýndur í gær. Líka fínt að þetta eru míníseríur. Tveir og tveir þættir saman. Þá gerir minna til ef maður missir úr þátt.
Maður er nú orðinn pínu ryðgaður í dönskunni en þetta sleppur samt til, nema með einn af þremur aðalleikurunum. Við skiljum ekki nema brot af því, sem hann segir. Hef hann grunaðan um að vera Jóta.
Gæti endað á því að maður svindlaði og notaði textann á textavarpinu.